Fara í efni
Mannlíf

Óbeisluð reiði hefur mjög neikvæð áhrif

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir fjallar um reiði í nýjum pistli í röðinni Fræðsla til forvarna

„Reiði er sterk mannleg tilfinning sem einkennist af andúð og mótstöðu gegn mótlæti eða rangindum. Reiðin getur verið gagnleg og jafnvel lífsnauðsynleg til þess að tjá tilfinningar og skoðanir eða til mótmæla. Þá beinist hún að einhverjum eða einhverju, er skiljanleg og gefur afl til koma af stað breytingu og finna lausn á vanda,“ segir hann og heldur áfram: „En reiðin er gagnslaus eða neikvæð ef hún fer úr böndum, maður missir stjórn og hún beinist að öllum eða öðrum en eiga það skilið.“ 

Reiði margra í samfélaginu geta verið smitandi „þegar mótlæti er mikið, fjárhagslegir erfiðleikar og mikil misskipting lífsgæða. Undirtónn reiði truflar hamingju og ýtir undir ofbeldi. Öll neysla vímuefna, ekki minnst áfengis truflar reiðistjórn,“ segir Ólafur sem birtir í pistlinum 10 ráð til bættrar reiðistjórnunar.
 

Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs.