Fara í efni
Mannlíf

Nýtt utanvegahlaup á Svalbarðsströnd

Ungmennafélagið Æskan á Svalbarðsströnd og Skógarböðin hafa tekið höndum saman og stofnað til utanvegahlaups – Sólstöðuhlaupsins – sem verður þreytt annan laugardag, 14. september. Mótið er fyrir alla, eins og það er orðað í tilkynningu. Þar segir einnig að hlaupið í ár sé prufuhlaup fyrir Sólstöðuhlaupið sem verður formlega stofnað á sumarsólstöðum í júní 2025.

Boðið er upp á tvær vegalengdir, annars vegar 14,2 km, hins vegar 24 km. Hækkun er 300 til 600 metrar.

Hlaupið hefst kl. 17.30. Þátttakendur verða ræstir á Svalbarðseyri, þaðan er hlaupið upp Vaðlaheiði um gamla þjóðveginn og liggur leiðin annað hvort upp Vaðlaheiðina eða niður eftir veginum í átt að Skógarböðunum.

Rúta verður í boði frá Akureyri á Svalbarðseyri. Takið er fram að öll sem hlaupa fái aðgang í Skógarböðin að hlaupi loknum.

Skráning er hér á hlaup.is