Nýjasta tækni og vísindi við snjóhreinsun – II
Akureyringar eru almennt afar ánægðir með snjómokstur í bænum. Það hefur iðulega komið fram en hins vegar gengur oft erfiðlega að skipuleggja snjóhreinsum í höfuðborg lýðveldisins eins og mikið var fjallað um í fréttum í vetur.
Gylfi Gylfason fjallaði fyrr í vetur í laufléttum dúr um gang mála á rás sinni, justicelandic á youtube í þættinum Nýjasta tækni og vísindi í snjóhreinsun. Nú hefur Gylfi birt nýtt myndband. „Hér höldum við Akureyringar áfram að veita sjálfsagða mannúðaraðstoð til meðbræðra vorra og systra í höfuðborginni um leið og við fögnum niðurstöðu stýrifunda þeirra er fjallað var um í fyrsta þætti,“ segir Gylfi.
Það verður að viðurkennast að grínið er of gott til að benda ekki á það! Sjón er sögu ríkari ...
Smellið hér til að sjá myndbandið