Fara í efni
Mannlíf

Nýjar Súlur: „Við vorum ekki Akureyringar“

Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og þar er að finna fjölbreytt efni að venju. Ritið kemur út einu sinni á ári í ritstjórn Jóns Hjaltasonar.

Í tilkynningu frá Sögufélaginu segir meðal annars:

  • Kristín Aðalsteinsdóttir ræðir við Ásu Marinósdóttur ljósmóður þar sem margt fróðlegt og skemmtilegt ber á góma
  • Aðalbjörg Bragadóttir fjallar um hið ástsæla ljóðskáld Kristján frá Djúpalæk
  • Sigfús Jónsson lítur til baka á tíma sinn sem bæjarstjóri Akureyringa árin 1986 til 1990.
  • Viðtal Kristínar M. Jóhannsdóttur við þrjá Þorpara varpar afar athyglisverðu ljósi á lífið norðan ár þegar Glerárþorp var í mótun en lengi vel áttu Þorparar undir högg að sækja hjá Akureyringum. 

Minnt er á að nýir áskrifendur að Súlum eru boðnir velkomnir í síma 863-75299 – eða í netfangi jhs@bugardur.is

MYNDIN AÐ OFAN – Hluti Glerárþorps, mynd sem birtist með grein Kristínar M. Jóhannsdóttur:

Steinholt er ljósa einnar hæðar byggingin til vinstri á myndinni. Þar norður af er lágreist ljós bygging. Þar geymdi Geir í Steinholti skepnur sínar. Gamli torfbærinn stendur enn og ber í bragga sem tilheyrði Hvoli en Hvoll er fjær, ljós bygging með dökku þaki upp úr. Hægra megin er Brekka, stæðilegt hús með rishæð en nær útihús frá Holtakoti gert af torfi.