Fara í efni
Mannlíf

Núll bekkur og fyrsti, ímynd og erfið reynsla

Haustið 1977 er varða á þessari undarlegu vegferð sem kallað er líf en þá hóf ég skólagöngu mína. Það var í Lundarskóla sem þá var til þess að gera nýbúið að reisa. Ég kom fyrst í skólann með mömmu til að hitta kennarann sem hét Þórlaug og var afskaplega hlý og almennileg kona.

Þannig hefst Orrablót dagsins þar sem Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, heldur áfram að rifja upp æskuárin á Akureyri.

Hún spjallaði aðeins við okkur mæðginin áður en hún sýndi mér mynd af gíraffa, apaketti og einhverjum fleiri kvikindum. Ég bar kennsl á þau öll með tölu og fyrir vikið þótti óhætt að hleypa mér í núll bekk. 

Meira þurfti ekki til.