Fara í efni
Mannlíf

Niðurlægðir af reykingamönnum

Knattspyrna skipar veglegan sess í Orrablóti dagsins eins og stundum áður þegar Orri Páll Ormarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, fer á flug og horfir um öxl. Orrablót, pistlar hans fyrir Akureyri.net, birtast annan hvern föstudag.

„Hvað er eiginlega í hafragrautnum þarna í Garðabænum?“ spurðum við okkur, 16 dauðlegir drengir að norðan, meðan við mændum upp eftir tröllunum sem við stóðum andspænis. Samkvæmt kirkjubókum áttu þessir menn að vera 15 og 16 ára en litu miklu frekar út fyrir að vera þrítugir, jafnvel fertugir, segir Orri Páll í upphafi pistilsins.

Drengirnir í 3. flokki Þórs voru mættir til keppni á alþjóðlegu knattspyrnumóti í Reykjavík sumarið var 1986 og leist ekki á blikuna þegar fyrsti andstæðingurinn sté inn á völlinn. En sá hló best sem síðast hló ... 

Smellið hér til að lesa pistil Orra Páls.