Fara í efni
Mannlíf

Niður af Husquarna á tímum haftanna

Niðurinn af Husquarna er ein mikilvægasta æskuminningin. En þá skiptu þau með sér verkum, hjónin á Syðri-Brekkunni, og pabbi gekk frá í eldhúsinu og sópaði gólfin, en mamma steig inn í saumaherbergið við hliðina, og byrjaði að knitta saman sniðin, eins og það hét í verelsinu því arna.

Þannig hefst 76. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Þetta voru nefnilega tímar haftanna, og það var enginn óþarfi fluttur inn frá útlöndum, og fötin barnanna voru ýmist prjónuð eða saumuð, en jafnvel hekluð ef það átti að skreyta bót úr bekk svo eftir væri tekið.

Pistill dagsins: Saumaherbergi