Mannlíf
Nasavængir áttu það til að blakta við lyktina eina
20.01.2025 kl. 11:30
Það var út af því að ég var í náðinni hjá Sigmundi afa, og líklega nafns míns vegna, að ég fékk að fylgja honum inn að æðstu tunnunni í búrinu undir eldhúsinu í Helgamagrastræti.
Þannig hefst 63. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
En hún geymdi selshreifar. Raunar svo súrsaðar að hætti gamla mannsins að nasavængirnir áttu það til að blakta við lyktina eina, en kjafturinn var þess utan þaninn af þræslu, svo duglegur sem daunninn var af öllu saman. Afa fannst það hæfa.
Pistill dagsins: Selshreifar