Fara í efni
Mannlíf

Námskeiðið PEERS® af stað í september

Akureyri. Mynd: Hilmar Friðjónsson.

Námskeiðið PEERS®, sem ætlað er hvort tveggja unglingum fæddum 2009, 2010 og 2011 og foreldrum/forráðamönnum, hefst um miðjan september.  Námskeiðið getur hentað unglingum með einhverfu, ADHD, kvíða, þunglyndi eða aðra félagslega erfiðleika. Námskeiðið er á vegum Akureyrarbæjar.

Námskeiðið verður kennt vikulega í 12 vikur á mánudögum, umsóknir skulu berast í síðasta lagi 28. ágúst. Nánari upplýsingar á vef Akureyrarbæjar.

Í kynningu á námskeiðinu kemur meðal annars fram það helsta sem farið verður yfir:

  • eiga viðeigandi samskipti, rafræn samskipi
  • hefja og yfirgefa samræður
  • standa að vel heppnuðum hittingi vina
  • sýna góðan liðsanda
  • takast á við ágreining
  • takast á við kjaftasögur og slúður
  • takast á við höfnun, stríðni og einelti

Helstu markmið námskeiðsins eru:

  • Unglingurinn læri leiðir að eignast vini og viðhalda þeim
  • Foreldri læri að styðja ungling í að finna viðeigandi vini
  • Foreldri læri leiðir til að styrkja færni unglings til að eignast vini.
  • Foreldri læri leiðir til að efla félagslegt sjálfstæði unglings.