Fara í efni
Mannlíf

Næringarefnið sem oftast skortir hér á landi

Sigurður Arnarson fjallar um nitur (köfnunarefni) í vikuskammti sínum í pistlaröðinni Tré vikunnar.
 
„Nitur er það næringarefni sem oftast skortir við ræktun á Íslandi. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að á Íslandi sé víðast hvar krónískur niturskortur í jarðvegi,“ skrifar Sigurður. „Í vel þroskuðum vistkerfum, þar sem stór hluti uppskerunnar er ekki fjarlægður, er að jafnaði ekki hörgull á nitri frekar en öðrum næringarefnum. Hér á landi er það sjaldan þannig. Það sést meðal annars á því að nær allur gróður svarar vel áburðargjöf og eykur vöxt sinn í kjölfarið. Ástæða þessa er að vandfundin eru þau svæði á Íslandi þar sem ekki hefur verið gengið freklega á næringarforðann. Þar er niturskortur mjög takmarkandi þáttur.“
 
Smellið hér til að lesa meira.