Fara í efni
Mannlíf

Nægjusemi og garmar af Gunna bróður

Um og upp úr miðri síðustu öld var það svo á venjulegum alþýðuheimilum fyrir botni Eyjafjarðar að yngri börnunum voru búin þau örlög að fara í fatakostinn af eldri systkinunum. Bræðrum sínum og systrum. En nægjusemi var í hávegum.

Þannig hefst 24. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Í mínu tilviki voru það garmarnir af Gunna bróður. Mér bauðst ekki annað en útslitnir larfarnir af honum. Aldrei ein einasta nýkeypt flík úr Kaupfélaginu, hvað þá úr Amaro, svo það varð að láta sig hafa það að fara í flíkurnar sem sá eldri var vaxinn upp úr. Bæði boli, buxur og peysur. Og sumt af því vesalar tirjur.

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis