Fara í efni
Mannlíf

Munkaþverárkirkja verður 180 ára í haust

Í dag birtist fyrsti pistill Arnórs Blika Hallmundssonar á nýju ári í þeirri geysivinsælu röð Hús dagsins.

Þetta er jafnframt fimmti og síðasti pistill hans á síðustu vikum um kirkjur í Eyjafjarðarsveit. Í dag fjallar Arnór Bliki um Munkaþverárkirkju sem á stórafmæli á þessu ári – verður 180 ára. Undanfarið hefur hann skrifað pistla um Saurbæjarkirkju, Hólakirkju, Möðruvallakirkju og Kaupangskirkju. Í sumar sem leið birtist pistill hans um Grundarkirkju.

Pistill dagsins er skemmtilegur og stórfróðlegur að vanda. „Að Munkaþverá standa reisuleg bæjarhús, m.a. ríflega aldargamalt steinsteypt íbúðarhús en litlu norðar og vestar er kirkja staðarins, timburkirkja frá árinu 1844. Er hún umlukin ræktarlegum trjálundi sem prýðir kirkjugarðinn umhverfis hana,“ skrifar Arnór Bliki meðal annars.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika