Fara í efni
Mannlíf

Munkaþverá – hið valinkunna höfuðból

Sunnarlega við neðstu rætur Staðarbyggðarfjalls í Eyjafjarðarsveit stendur hið valinkunna höfuðból Munkaþverá. Eins og nafnið gefur til kynna dregur bærinn nafn sitt annars vegar af munkum og hins vegar Þverá efri, sem rennur í Eyjafjarðará þar steinsnar frá.

Arnór Bliki Hallmundsson fjallar um íbúðarhúsið á Munkaþverá í nýjum pistli í röðinni Hús dagsins.

„Í daglegu tali margra er nafn bæjarins yfirfært á ána og jafnframt hið hrikalega hamragil, sem hún fellur um, kallað Munkaþverárgil. Á Munkaþverá stendur 180 ára gömul timburkirkja Þorsteins Daníelssonar frá Skipalóni en íbúðarhúsið, sem er tæpra 110 ára gamalt, er ekki síður áhugavert. Hér er um að ræða eitt fyrsta steinsteypta íbúðarhús sveitanna framan Akureyrar,“ skrifar Arnór Bliki.

Smellið hér til að lesa pistli Arnórs Blika