Möðruvallakirkja ætíð verið í eigu bænda
Arnór Bliki Hallmundsson fjallar nú á aðventunni um kirkjur Eyjafjarðarsveitar í vinsælli pistlaröð sinni, Hús dagsins. Hann hefur þegar fjallað um Saurbæjarkirkju og Hólakirkju og nú er komið að kirkjunni á Möðruvöllum framarlega í Eyjafirði, í fyrrum Saurbæjarhreppi.
Möðruvellir í Eyjafirði standa sunnarlega undir Möðruvallafjalli, spölkorn frá Núpá, sem rennur úr Sölvadal í Eyjafjarðará. Lengi vel lá Eyjafjarðarbraut eystri um bæjarhlaðið, milli íbúðarhússins og gripahúsa en um 2005 var brautin færð norður og vestur fyrir og gamli vegurinn nýtist nú sem heimreið.
Á Möðruvöllum stendur timburkirkja frá 1848. Stendur hún austan og ofan íbúðarhússins og gömlu Eyjafjarðarbrautar, sunnan við fjárhúsin. Hana lét þáverandi eigandi Möðruvalla, Magnús Ásgeirsson, reisa.
Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika