Mannlíf
Minningarkeyrsla á sjötugsafmæli Heidda
18.05.2024 kl. 06:00
Kunnasti bifhjólamaður Akureyrar, Heiðar Þ. Jóhannsson – alltaf kallaður Heiddi – hefði orðið sjötugur síðasta miðvikudag, 15. maí. Í tilefni þess stendur Tían, bifhjólaklúbbur Norðuramts, fyrir hópkeyrslu í minningu hans í dag.
Bifhjólamenn ætla að hittast á Ráðhústorgi kl. 12.00 og lagt verður af stað í hópkeyrslu um bæinn kl. 13.00.
Hópkeyrslunni lýkur við kirkjugarðinn á Naustahöfða þar sem krans verður lagður á leiði Heiðars. Eftir það mun Tían bjóða upp á kaffi og köku í Mótorhjólasafni Íslands á Krókeyri og tekið er fram í tilkynningu að allir vinir og vandamenn Heiðars eru velkomnir bæði í kirkjugarðinn og á Mótorhjólasafnið.
Á kortinu má sjá hvaða leið verður ekin um bæinn.