Minjasafnskirkjan: „Þú gamla, lága guðshús“

Arnór Bliki Hallmundsson fjallar í nýjasta pistli sínum í röðinni Hús dagsins um kirkjuna á lóð Minjasafnsins á Akureyri, Minjasafnskirkjuna sem svo er kölluð. Þar stóð fyrsta kirkja Akureyringa sem vígð var 1863 og þjónaði bæjarbúum í 77 ár, þar til nýja kirkjan í Grófargili var vígð 17. nóvember 1940.
Gamla kirkjan var rifin en „á þessum sama stað stendur þó engu að síður lítil og vinaleg timburkirkja, um 180 ára gömul, og hefur hún staðið hér í rúma hálfa öld. En hún var reist handan Eyjafjarðar árið 1846, nánar tiltekið á Svalbarði á Svalbarðsströnd,“ segir Arnór Bliki.
Pistill er stórfróðlegur og skemmtilegur eins og fyrri pistlar höfundar. Hann birtir m.a. Vígsluljóð Minjasafnskirkju, ort af skáldinu góða, Kristjáni frá Djúpalæk. Fyrsti erindið af fjórum er svohljóðandi:
Þú gamla, lága guðshús,
sem gestum opnar dyr,
enn leið í djúpri lotning
er lögð til þín sem fyr.
Vor önn er yndisvana,
vor auður gerviblóm,
því heimur, gulli glæstur,
án guðs, er fánýtt hjóm.
Pistill Arnórs Blika: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)