Fara í efni
Mannlíf

Minjasafnsgarðurinn er merkur safngripur

Í Eyjafirði eru þrír merkir trjáreitir frá aldamótunum 1900. Minjasafnsgarðurinn er einn þeirra en hinir tveir eru Grundarreitur og Gamla Gróðrarstöðin.

„Allir bera þessir reitir brautryðjendastarfi í ræktunartilraunum á Íslandi gott vitni,“ Sigurður Arnarson í pistli vikunnar í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga. Að þessu sinni fjallar Sigurður um Minjasafnsgarðinn.

„Minjasafnið á Akureyri stendur í Innbænum við Aðalstræti 58. Þar eru geymdir margir merkir safngripir,“ segir Sigurður. „Einn stærsti safngripurinn er garðurinn framan við safnahúsið. Þar er að finna merkileg tré og garðurinn sjálfur á sér merka sögu. Fyrstu fjögur árin eftir stofnun garðsins var hann nefndur Gróðrarstöðin, síðan Trjáræktarstöðin í tæpa þrjá áratugi og jafn lengi var hann nefndur Ryelsgarður. Síðan árið 1962 hefur hann verið nefndur Minjasafnsgarðurinn.“
 

Pistill dagsins: Minjasafnsgarðurinn á Akureyri