Fara í efni
Mannlíf

Miklar upplýsingar um gömlu myndirnar

Lesendur hafa sent Minjasafninu á Akureyri upplýsingar um langflestar þeirra gömlu mynda frá safninu sem Akureyri.net hefur birt vikulega síðan vefurinn fór í loftið í nóvember 2020. 

Síðastliðinn föstudag birtist 94. gamla myndin. Upplýsingar hafa borist um 77 myndir og hafa verið skráðar við hverja og eina í flokknum GAMLA MYNDIN hér á vefnum.

Meðfylgjandi mynd birtist 29. júlí og lesendur voru fljótir að bregðast við. Aðstæður á svæðinu eru mjög breyttar nú, en margir áttuðu sig: Þetta er Galtalækur, vestan við Akureyrarflugvöll.

Lesendur eru hvattir til þess að fylgjast áfram vel með gömlu myndunum og senda upplýsingar um staði, fólk eða hvaðeina sem um getur verið að ræða, til Harðar Geirssonar á Minjasafninu á Akureyri. Netfang hans er hg@minjasafndid.is

Smellið hér til að sjá allar Gömlu myndirnar á Akureyri.net