Fara í efni
Mannlíf

Miklar framkvæmdir á svæði KA – MYNDIR

Tölvuteikningar frá Kollgátu arkitektúr

Miklar framkvæmdir eru á döfinni á íþróttasvæði KA, eins og oft hefur komið fram á Akureyri.net. Á vef bæjarins er rifjað upp að byrjað var á nýjum keppnisvelli á síðasta ári og að nú standi til að ráðast í byggingu stúku og félagsaðstöðu. 

„Á þessu ári hefur verið unnið að jarðvinnu og lögnum á keppnisvelli, uppsetningu ljósamastra fyrir flóðlýsingu auk jarðvegsskipta fyrir fyrirhugaða félagsaðstöðu og stúku,“ segir á vef bæjarins. „Ekki tókst að ljúka lagningu gervigrassins síðasta sumar og því var ákveðið að fresta því til næsta vors 2024. Þessa dagana er verið að koma fyrir undirstöðum fyrir girðingu umhverfis íþróttasvæðið, meðfram stígum frá Lundaskóla, Hrísalundi og Þingvallastræti.“

Vinnu við hönnun á félagsaðstöðu og stúku er að ljúka og reiknað er með því að framkvæmdir við þær verði boðnar út í byrjun febrúar á næsta ári. Gert er ráð fyrir því að þeim ljúki innan fjögurra næstu ára, segir á vef bæjarins.

Smellið hér til að sjá fleiri myndir á vef Akureyrarbæjar.