Fara í efni
Mannlíf

Meginverelsið aðeins opnað á sunnudögum

Í litlu þakíbúðinni í Gilsbakkavegi var ekki til siðs að ganga inn í meginverelsið á virkum dögum. En þar var komin stásstofan. Og Guðrún amma vildi ekki fyrir nokkurn mun vera minni manneskja í bæjarlífinu en svo að hún gæti boðið upp á stadsestue í sínum húsum. 

Þannig hefst 30. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Sex daga vikunnar var hún lokuð. Raunar harðlæst. En það þyrlaðist bara svo mikið ryk um salarkynnin þau arna, ef opið var upp á gátt, að hvítur löberinn á skenknum missti gljáa sinn og glans. Svo amma geymdi lykilinn á sínum stað. Og hvunndags væri nóg fyrir heimilisfólkið að sitja í kringum litla eldhúsborðið við norðurgaflinn og tala saman í návígi hvert við annað. Það héldi þá á sér hita.

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis