Fara í efni
Mannlíf

Með glæstustu og veglegustu kirkjum

Stórhýsið Hafnarstræti 86 á Akureyri kom við sögu í síðasta pistli Arnórs Blika Hallmundssonar í röðinni Hús dagsins. Magnús Sigurðsson á Grund reisti húsið árið 1903 sem útibú fyrir verslun sína og Arnór nefndi í pistlinum að þá hafi helsta stórvirki Magnúsar, Grundarkirkja, verið í bígerð. „Er þá ekki upplagt, að taka kirkjubygginguna fyrir næst og viðeigandi að grein um hana birtist hér á sjálfan hvítasunnudag ...“ skrifar Arnór Bliki í nýjum pistli sem birtist í dag.

„Það er eflaust hægt að fullyrða, að Grundarkirkja sé með glæstustu og veglegustu kirkjum landsins og ber vitni um einstaka elju, stórhug og metnað byggjanda síns, Magnúsar Sigurðssonar,“ segir Arnór Bliki. „Er hún einkar mikil prýði á einstaklega fallegum stað, í hjarta Eyjafjarðar. Afstaða hennar til höfuðátta er einnig einstök og kenningar um, að við þá ákvörðum hafi verið tekið mið af landslaginu, dalnum og fjöllunum.“

Smellið hér til að lesa pistilinn.