Mannlíf
McCartney, Wonder og tinnuviðurinn
29.03.2023 kl. 10:45
Fyrir nákvæmlega 41 ári, þann 29. mars 1982 gaf Paul McCartney út lagið Ebony and Ivory sem hann söng með Stevie Wonder. Í laginu er að finna myndlíkingu um að þjóðir heims eigi að lifa saman í sátt og samlyndi eins og svörtu og hvítu nóturnar á lyklaborði píanós. „Full ástæða er til að halda upp á þessi tímamót,“ segir Sigurðar Arnarson og gerir það í pistli í flokknum Tré vikunnar; fjallar um trjátegundina sem finna má í titli lagsins.
„Á íslensku hefur tegundin gengið undir nafninu svartviður, íbenviður, íbenholt, hebenviður og svo nafnið sem mælt er með hjá Stofnun Árna Magnússonar: Tinnuviður. Það er nafnið sem við notum í þessari grein,“ segir Sigurður.
„Auk þeirra McCartneys og Wonders koma við sögu stórmenni eins og Esekíel, Tómas Guðmundsson, Þyrnirós, Halldór Laxness, Plútó, gítarframleiðandinn Gibson, Jin og Jang (eða Yin & yang), Marco Polo og Shakespeare.“
Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar