Margt sameiginlegt með Aotearoa og Íslandi
Te Aomihia Walker frá Aotearoa – Nýja-Sjálandi – er nemandi í Sjávarútvegsskóla GRÓ-FTP (Fisheries Training Programme), sem hýstur er í Háskólanum á Akureyri. Hún er 28 ára og móðurmál hennar er Te Reo Māori. Te Aomihia Walker er fimmti nemandinn við skólann sem Akureyri.net ræðir við.
English below
Afkomandi Māori fólksins
Te Aomihia Walker er afkomandi frumbyggja Nýja-Sjálands. Hún kýs að kalla landið Aotearoa að hætti forfeðra sinna og mæðra; og verður það nafn notað af og til í þessum skrifum.
Eftirfarandi er lýsing Te Aomihia á landi sínu: „Aotearoa er staðsett á suðurhveli jarðar, einangrað við hið víðáttumikla Kyrrahaf, og er einstakur staður með tveimur aðaleyjum. Aotearoa er nýlenda bresku krúnunnar, sem var formgerð með sáttmála sem undirritaður var árið 1840 við frumbyggja Aotearoa sem kallast Māori fólkið. Ég er kominn af frumbyggjum Māori, nánar tiltekið ættkvíslunum Ngāti Porou og Rongowhakaata, með aðsetur á austurströnd Norðureyju.“
Aotearoa og Ísland eiga margt sameiginlegt
Það er erfitt að gera sér það í hugarlund, en það eru mikil líkindi með Aotearoa og Íslandi þó löndin séu sitt hvoru megin á hnettinum. Á þetta bendir Te Aomihia og segir:
„Það er margt líkt með Aotearoa og Íslandi. Einkum þar sem þau eru bæði eyríki, hafa svipað landslag; snjóþunga fjallgarða, jökla, firði, hrjóstrug landsvæði, jarðhitavirkni og eldfjöll, svo eitthvað sé nefnt. Að sama skapi höfum við mikið af auðlindum, aðallega land, vatn og fiskveiðar, svo það kemur ekki á óvart að eins og Ísland, byggir hagkerfi okkar að stórum hluta á frumatvinnugreinum.“
Te Aomihia bætir við: „Sömuleiðis má líkja reynslu Māori-fólksins við íslenska sögumenningu svo sem sjóferðir [í tengslum við fyrstu víkingana] sem og svipaða nýlenduupplifun efnahagslega og pólitíska [áður en Ísland fékk sjálfstæði frá Danmörku árið 1944]. Þannig að mér hefur fundist mjög gott að vera hér á Íslandi.“
Veiðiheimildir Māora hafa nú verið viðurkenndar
Te Aomihia valdi að læra sjávarútvegsfræði vegna þess að fólkið hennar á sér langa sögu um hefðbundnar fiskveiðar, sem hefur mikla fylgni við menningu þeirra og sjálfsmynd. „Veiðiheimildir Māora hafa nú verið viðurkenndar samkvæmt nýsjálenskum lögum og síðan samningaviðræður voru haldnar á tíunda áratug síðustu aldar eiga ættbálkar Maóra, 58 talsins, nú sameiginlega umtalsverðan kvóta undir kvótastjórnunarkerfinu okkar.“
Sérgrein Te Aomihia í sjávarútvegsfræði er fiskveiðistefna og stjórnun.
En hvers vegna Háskólinn á Akureyri?
Te Aomihia svarar: „Í ljósi þess hversu fáir Maórar eru á Nýja Sjálandi er enn þörf á að þróa færni þeirra og getu í fiskveiðum, sérstaklega til að aðstoða við stjórnun á atvinnukvóta þeirra og fiskveiðum. Þess vegna er ég hér á Íslandi.“
Te Aomihia bætir við: „Þótt kvótastjórnunarkerfið á Nýja-Sjálandi sé einnig framúrskarandi á heimsvísu þá eru engin tækifæri til að rannsaka sjávarútveg eða fiskeldi í landinu með formlegri menntun, til að byggja upp færni og getu. Ísland, nánar tiltekið Háskólinn á Akureyri, hefur ekki aðeins veitt tækifæri til menntunar, heldur vonandi áframhaldandi samstarfs.“
Hvers munu sakna frá Akureyri (ef einhvers)?
„Akureyri minnir mig á litla bæinn þar sem ég ólst upp, og bý enn í dag. Íbúafjöldi er nánast sá sami og aðstæður svipaðar, þar sem bíóin eru lykilþemu, svo mér líður vel hér“, segir Te Aomihia. „Það sem ég mun sakna mest mun vera það göfuglynda og vel menntaða fólk sem ég hef hitt hér; sem og snjórinn – þrátt fyrir að ég hafi dottið nokkrum sinnum þegar ég reyni að labba í gegnum hann.“
Hvað verður það fyrsta sem Te Aomihia vill gera þegar hann kemur heim?
Svar hennar er stutt og einfalt: „Drekka í mig sólina á ströndinni með ískaldan bjór í hendi og synda í sjónum“, segir Te Aomihia að lokum.
Fyrri viðtöl:
Carolyn Munthali Malaví er kallað Malaví er kallað „Hið hlýja hjarta Afríku“
Tshepo Sebake „Við erum kölluð Regnbogaþjóðin“
Geralda Margaret Ally Fékk tækifæri til að sameina tvær ástríður
Gesling L. Chee Auðvelt að tileinka sér það sem við lærum hér
_ _ _
Descendant of the indigenous people of New Zealand studies in UNAK
Te Aomihia Walker is from Aotearoa New Zealand. She is 28 years old and her native language is Te Reo Māori. Te Aomihia is the fifth student interviewed by Akureyri.net, in GRO fisheries school, which is housed at the University of Akureyri.
Descended from the Māori people,
Te Aomihia Walker is a descendant of the indigenous people of New Zealand. She chooses to call it Aotearoa like her ancestors did; and that name will be used now and then in these writings.
Fallowing is Te Aomihia’s description of her country – Aotearoa:
“Located in the southern hemisphere, isolated by the vast Pacific Ocean, Aotearoa is a unique place with two main islands. It is a colony of the British Crown which has a unique relationship, formalized by a Treaty signed in 1840, with the indigenous peoples of New Zealand known as the Māori people. I descend from the indigenous Māori people, specifically the tribes of Ngāti Porou and Rongowhakaata based on the east coast of the North Island.”
Aotearoa and Iceland have a lot in common
It is difficult to image, but Aotearoa and Iceland have much in common despite being on either side of the globe. Te Aomihia points this out and says:
“There are many similarities between Aotearoa and Iceland, particularly being island nations. Similar aspects of geography such as snowy mountain ranges, glaciers, fjords, rough terrain, geothermal activity, and volcanoes to name a few. Similarly, we have a vast array of resources, mainly being land, water, and fisheries, so it is no surprise that much like Iceland, our economy relies a lot on primary industries.”
Te Aomihia adds: “The Māori also share similarities with Icelandic historic culture, such as voyaging (in relation to the early Vikings) as well as similar colonial experiences economically and politically (prior to Icelandic becoming independent of Denmark in 1944). So, I have found much comfort being in this country.”
Māori fishing rights have been recognized
Te Aomihia chose to study fisheries because her people have a long history with their traditional fisheries, which has significant correlation to their culture and identity. “Māori fishing rights have been recognized under New Zealand law, and since negotiations held in the 1990s, Māori tribes (58) collectively now own significant amounts of commercial ITQ under our Quota Management System. My specialty is fisheries policy and management,” says Te Aomihia.
But why University of Akureyri?
Te Aomihia replies: “Given the small population of Māori in New Zealand, there remains a need to develop Māori capacity and capability in fisheries, especially to assist in management of their commercial quota and fishing operations, which is why I am here in Iceland. Though New Zealand also has a world-leading Quota Management System, there is no opportunity to study fisheries or aquaculture in the country through formal education to build capability and capacity. Iceland, specifically the University of Akureyri, has provided the opportunity not only for education, but hopefully collaboration moving forward.”
What will you miss from Akureyri (if anything)?
“Akureyri reminds me of the small town where I grew up and continue to be a resident today. It’s almost the same population size as well as having the same facilities, with the movie theatre being a key theme, so I am very comfortable here”, says Te Aomihia. “What I will miss most will be the generous and knowledgeable people I have met as well as the snow (despite me falling over several times when trying to walk through it).”
What will be the first thing Te Aomihia wants to do when he returns home?
Her answer is short and simple: “Soak in the sun with a nice cold beer and swim at the beach.”