Lýðræði á tímum gervigreindar
Hvernig tryggjum við að þessi öfluga tækni styrki lýðræðið frekar en að grafa undan því?
Þannig spyr Magnús Smári Smárason í 12. pistlinum sem hann skrifar um gervigreind fyrir Akureyri.net og birtist í dag.
„Fram undan eru kosningar á Íslandi og í ljósi þess hversu hröð þróun risamállíkana er – er brýnt að ræða samspil lýðræðis og tækni. Eins og segir í frægu lagi „nýjar vörur daglega“ - stöndum við nú frammi fyrir sambærilegri áskorun í heimi gervigreindar, þar sem ný módel og uppfærslur birtast með slíkum hraða að erfitt er að fylgjast með. En ólíkt neysluvörum snýst þessi þróun ekki um ytri umbúðir heldur tækni sem getur haft grundvallaráhrif á lýðræðislega umræðu og ákvarðanatöku,“ skrifar Magnús Smári.
Hann veltir fyrir sér tækni og lýðræði í íslensku samhengi. Spyr: Hvernig tryggjum við að upplýsingar um stjórnmál og samfélagsmál séu ekki aðeins aðgengilegar heldur einnig áreiðanlegar á tímum gervigreindar? Þetta er sérstaklega mikilvægt núna þegar við förum inn í kosningabaráttu. Við höfum séð dæmi að vestan þar sem gervigreind er notuð til að búa til falska myndbúta af frambjóðendum eða dreifa röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum. Ísland er vissulega minna samfélag, en einmitt þess vegna þurfum við að vera sérstaklega vel á verði.“
Smellið hér til að lesa pistil Magnúsar Smára