Fara í efni
Mannlíf

Litskrúðugir MA-ingar dimmiteruðu í gær

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Nemendur þriðja bekkjar Menntaskólans á Akureyri, sem verða brautskráðir frá skólanum 17. júní, dimmiteruðu í gær; dimissio er síðasti eiginlega kennsludagur vor hvort og í tilefni dagsins klæddist umræddur nemendahópur búningum, ók á milli heimila kennara sinna og kvaddi þá með virktum, farið var um miðbæinn og loks haldið í skólann á ný þar sem stjórn skólafélagsins Hugins bauð til pylsuveislu og loks var síðasti söngsalur hópsins.

Vegna Covid var lítið um próf á vorönn en ákveðið að hafa þetta símatsönn; tvær síðustu annir þurfti að hafa meira eða minna rafræn próf og lengi var líka óvissa um hvernig próftíðin yrði nú, en ákveðið var að framkvæma námsmat jafnt og þétt á námstíma, t.d. í formi verkefna og prófa. Hlutapróf voru þó í ýmsum greinum, og þreyttu nemendu þau í gær og aftur í dag. Annars eru einungis eftir sjúkra- og endurtökupróf.