Mannlíf
Litlum fólksbíl skipt út fyrir jeppa
19.08.2024 kl. 11:35
Það voru mikil umskipti í lífi sex manna fjölskyldu á Syðri-Brekkunni þegar afráðið var að skipta litlum fólksbíl út fyrir jeppa. Í minningunni gerðust þau undur öll um 1969, litlu eftir að býttað var úr vinstri umferðinni á Íslandi – og haldið var yfir á hægri kantinn. Hvernig sem það var nú hægt.
Þannig hefst 41. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
Fyrir valinu varð Ford Bronco, nokkur ferkantaður kassabíll með hásingarnar svo langt frá jörðu að það sást vel upp undir hann. Og þótti nú ekkert sérlega smart að mati mömmu sem varð að klofa helst til klaufalega upp í tryllitækið.
Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis