Fara í efni
Mannlíf

Lítill strákur kveður að í eldhúskrók ömmu sinnar

Í móðukenndri minningunni lærði ég að lesa í eldhúskróknum hjá Guðrúnu ömmu í Gilsbakkaveginum. Þar tókst mér að tengja saman stafina framan á belgvíðri kokkamaskínunni sem stóð harla gleið á fjórum útskeifum fótum.

Þannig hefst 23. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Þó var ekki hlaupið að því að kveða að þeim fyrir lítinn strák. Það þurfti að mæna á þá svo dögum skipti til að átta sig á samhenginu. Og leggja saman samhljóða og sérhljóða. Sem er ekki endilega á færi fávísra snáða.

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis