Fara í efni
Mannlíf

Lífsins tré – hinn merki og fagri kanadalífviður

Vikulegur pistill Sigurðar Arnarsonar í röðinni Tré vikunnar fjallar um tré og runna sem njóta vaxandi vinsælda á Íslandi. Tegundin kallast kanadalífviður.

Pistill Sigurðar hefst á dramatískan hátt í dag:

Leiðangursstjórinn, Jacques Cartier, leit yfir hópinn og leist ekki á blikuna. Eftir nær tveggja ára dvöl í þessu fjarlæga landi leyndi sér ekki að nánast allur hópurinn var verulega veikur og vannærður. Skipin og bátarnir voru frosin föst á ánni og Frakkarnir komust ekki neitt. Einn af þessum bronslituðu frumbyggjum virtist þekkja sjúkdómseinkennin og ef Cartier skyldi hann rétt sagðist hann geta hjálpað. Átti Carteir að treysta þessum síðhærða, skegglausa manni?

Frumbygginn gekk undir nafninu Donacona (einnig nefndur Domagaya) og var höfðingi hjá Iroquoian þjóðinni. Hvað annað gat Cartier gert? Voru einhverjar líkur á að Frakkarnir gætu lifað af veturinn 1536 án hjálpar fyrst þeir voru allir svona veikir?

Þegar stórt er spurt! Smellið hér til að lesa meira.