Fara í efni
Mannlíf

„Lífsgæði“ – frá örófi alda umhugsunarefni

Kristín Aðalsteinsdóttir, fyrrverandi prófessor við Háskólann á Akureyri, skrifar um lífsgæði í pistli dagsins.

„Það er þekkt að þegar framleiðsla eykst í fátækum ríkjum, þá aukast lífsgæði gríðarlega hratt. Með aukinni framleiðslu í fátækum ríkjum batnar húsnæði, sífellt færri skortir mat, heilbrigðis- og menntakerfi byggjast upp, samgöngur batna, samskipti aukast, hreinlæti eykst og ýmis konar þjónusta býðst sem áður var ekki aðgengileg,“ skrifar Kristín en síðar í pistlinum segir hún: 

„En þegar ákveðnu stigi í framleiðslu er náð dregur verulega úr áhrifum sífellt aukinnar framleiðslu, það er að segja hagvaxtar og aukins kaupmáttar á lífsgæði og hamingju. Rannsóknir hafa sýnt að aukinn hagvöxtur, framleiðsla, neysla og kaupmáttur eykur ekki lífsgæði almennings eða hamingju með sama móti og var á fyrri hluta 20. aldar.“

Pistlar Kristínar, sem er  birtast á Akureyri.net annan hvern föstudag.

Pistill dagsins: Lífsgæði