Leiðir umbreyting til hamfara eða framfara?
Magnús Smári Smárason, leiðsögumaður Akureyri.net um völundarhús gervigreindar, fer með himinskautum í 13. pistlinum sem birtist í dag.
„Í Opinberunarbók Biblíunnar ríða fram fjórir reiðmenn sem boða endalok heimsins. Þeir koma á hvítum, rauðum, svörtum og bleikum hestum, hver með sitt hlutverk: sigur, stríð, hungur og dauða. Í árþúsundir hafa þessar táknmyndir heillað mannkynið og hafa öðlast nýja merkingu með hverri kynslóð. Nú þegar við stöndum á tímamótum tæknibyltingar birtast nýir reiðmenn á sjóndeildarhringnum,“ segir Magnús Smári.
„Ólíkt yfirnáttúrulegum reiðmönnum fornaldar boða þessir nýju manngerðu sendiboðar víðtæka umbreytingu á heiminum. Stóra spurningin er hvort sú umbreyting leiði til hamfara eða framfara?“
Smellið hér til að lesa pistil Magnúsar Smára