Fara í efni
Mannlíf

Leggjum okkur fram um að bæta hag barna

„Alvarleg áföll í bernsku geta haft svo djúpstæð áhrif á taugakerfið að efnaskipti heilans breytist varanlega,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir í pistli sem birtist á Akureyri.net í dag. Þetta geti komið fram síðar, meðal annars sem trufluð hegðun og viðkvæmni fyrir að þróa með sér sjúklegan kvíða eða depurð.

Pistilinn kallar Ólafur Þór Ákall og segir þar að fjölmargt í þekkingarheimi geðlæknisfræðinnar „kennir okkur að við ættum að leggja okkur fram um að bæta hag barna og setja í forgang að auðvelda ungum barnafjölskyldum lífið.“

Ólafur Þór segir að markvissar efnahagslegar og félagslegar aðgerðir í þjóðfélaginu geti haft bein áhrif á geðheilbrigði þjóðarinnar og minnkað þjáningu og kostnað, og nefnir nokkur dæmi.

Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs