Fara í efni
Mannlíf

Látlaus Kroppur en áberandi bæjarstæði

Einn af vinsælli áfangastöðum Eyjafjarðarsveitar er Jólagarðurinn, sem margir kalla í daglegu tali, Jólahúsið. „Á hól miklum, skammt þar ofan og norðan við, stendur reisulegt steinhús frá fyrsta fjórðungi 20. aldar, eitt af elstu steinsteyptu íbúðarhúsum hreppanna framan Akureyrar,“ skrifar Arnór Bliki Hallmundsson í nýjum pistli i röðinni Hús dagsins. „Hér er um að ræða íbúðarhúsið á Kroppi, en þess má geta að lóð Jólagarðsins er úr landi Kropps. Húsið er einfalt og látlaust að gerð en stendur á skemmtilegu og áberandi bæjarstæði, enda þótt trjágróður hafi að einhverju leyti byrgt sýn að því. Frá Kroppi eru um 13 kílómetrar í Miðbæ Akureyrar. Á Kroppi hefur ekki verið búskapur í rúma tvo áratugi en þar er nú fyrirhuguð bygging stórfellds þéttbýliskjarna.“

Smellið hér til að lesa pistils Arnórs Blika