Landlæg stéttaskipting rót vanda af ýmsu tagi?

„Hvernig stendur á því að okkar ágætu vinir og grannar á Bretlandseyjum virðast ekkert hafa þroskast síðan maður kynntist þeim fyrst á áttunda áratug síðustu aldar?“
Aðalsteinn Öfgar ræðir drykkjuskap og sitthvað fleira við Stefán Þór Sæmundsson í pistli dagsins, þeim síðasta þar sem þeir félagar velta vöngum. „Íslendingar og Bretar voru svo sem í svipuðum klassa í sólarlandaferðum kringum 1970 og fram undir 2000 en þótt ég hafi ekki ferðast mikið eftir það hef ég alveg heyrt að þetta hafi gjörbreyst til hins betra hjá Íslendingum. Hins vegar er alls staðar verið að kvarta undan Bretum ... “
Stefán segir: Kannski er það þessi landlæga stéttaskipting sem er rót vandans, margir eru fastir í fátækragildru, dæmdir til að verja ævinni í tiltekinni stétt í ákveðnu umhverfi þar sem allt er löðrandi í félagslegum vandamálum og sama lífsmynstrið og vandamálin erfast kynslóð fram af kynslóð. Beiskja, gremja, slæm kjör, atvinnuleysi, hrörlegt húsnæði, reiði, drykkjuskapur, óréttlæti; allt saman hráefni í eitraðan kokteil.
Smellið hér til að lesa pistil Stefáns Þórs