Fara í efni
Mannlíf

Labbitúrar tóku að lengjast á haustin

Á haustin tóku labbitúrarnir að lengjast. Ekki svo að skilja að þeir hafi verið eitthvað í styttri kantinum yfir sumartíðina undir Íslands hæstu sól, en frá því að skólinn byrjaði eftir síðasta slátt, urðu þeir skipulagðari. Má heita svo að leiðöngrum og spásseringu hafi þá verið skipt út fyrir einbeittari gönguferðir.

Þannig hefst 45. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

En það var alltaf gengið. Sögnin „að skutla“ hafði ekki unnið sér þegnrétt í eyfirsku tungumáli upp úr miðri síðustu öld, og raunar voru akureyskir bifreiðaeigendur svo nískir á blikkdósirnar að þeir hreyfðu þær helst aldrei út úr bílastæðunum á heimalóðinni svo mánuðum skipti. 

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis