Fara í efni
Mannlíf

Labbaði hratt með dúandann í hnjánum

Pabbi var kloflangur eins og hann átti kyn til. En þar fyrir utan var þúfnaganga honum í blóð borin. Enda var hann alinn upp á deigum engjunum í Melavíkinni á Ströndum norður sem voru ekki framræstar fyrr en svo löngu seinna. Og því voru þústirnar til staðar út um alla flákana á meðan bein hans voru að bæta við sig kalki og kroppurinn að styrkjast.

Þannig hefst 27. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Sigmundur heldur áfram:

Það átti því fyrir föður mínum að liggja að labba hratt um ævina, með dúandann í hnjánum svo hvert einasta spor í skrefinu, spratt svo að segja upp af slóðanum.

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis