Fara í efni
Mannlíf

Kýrin Edda tilbúin – nú skal verklokum fagnað

Beato Stormo að störfum heima í Kristnesi um mitt síðasta ár. Ljósmynd: Arna Valsdóttir

Risakýrin Edda, sem Beate Storme eldsmiður hefur unnið að síðustu misseri, er fullgerð og verklokum verður fagnað heima hjá Beate í Kristnesi á morgun, 1. maí. Samkoman hefst klukkan 14.00. Boðið verður upp á drykki og skálað fyrir Eddu og verkalýðsdeginum, að því er segir í tilkynningu og tekið fram að allir sveitungar og velunnarar séu hjartanlega velkomnir.

Beate var fengin til þess að hanna og smíða kúna, sem er um þrír metrar á hæð og fimm metra löng. Það var í tengslum við markaðsátak í heilsársferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit sem hugmyndin um stórt tákn sem einkenndi sveitina varð til og mjólkurkýr varð fyrir valinu, þar sem mjólkurframleiðsla er og hefur lengi verið mjög blómleg í sveitarfélaginu.

Frétt Akureyri.net í júní 2022: Risakýrin Edda á góðu skriði