Fara í efni
Mannlíf

Kynning á Quigong fyrir eldri borgara

Þorvaldur Ingi, Quigong kennari hjá Lífsrækt. Mynd: aðsend

Kynning fyrir eldri borgara á 5000 ára gamalli heilsueflingu, upprunninni í Kína og kallast Qigong, verður haldin í Íþróttahöllinni á föstudaginn, 14. mars kl. 13.30-14.30. Í framhaldinu verður í boði fyrir alla að fara á námskeið í Qigong helgina 15.-16. mars í sal Rauða krossins í Viðjulundi. Kennari er Þorvaldur Ingi Jónsson hjá Lífsrækt

Í fréttatilkynningu frá Lífsorku kemur fram að Gunnar Eyjólfsson leikari, ásamt hópi leikara og frú Vigdísi Finnbogadóttur fv. forseta, byrjuðu að stunda Qigong lífsorkuæfingar 1994. „Við hvert og eitt höfum okkar lífsorku - Qi (Chi) sem við þurfum að hlúa að allt okkar líf,“ segir Þorvaldur Ingi. „Í 5.000 ár hafa Kínverjar stundað Qigong til bæði heilsueflingar og lækninga. Æfingarnar byggja á djúpri Qigong öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, í samhljómi við nærandi hugleiðslu. Þær heila og styrkja líkamlegt og andlegt heilbrigði. Allir njóta í samræmi við sinn líkamlega styrk.“

„Qigong eru góður grunnur að heilsu og lífskrafti til að njóta lífsins enn betur,“ segir Þorvaldur enn fremur. „Við styrkjum ónæmiskerfi líkamans. Í æfingunum leggjum við áhersla á brosið og jákvæðni. Við tökumst betur á við erfiðar tilfinningar, s.s. sorg, reiði, áhyggjur og ótta.“

Nánari upplýsingar eru veittar á heimasíðu Lífsræktar eða í tölvupósti. Þorvaldi Inga Jónssyni Qigong kennara, á netfangið thor.ingi.jonsson@gmail.com.