Mannlíf
Kvennaathvarfið fékk milljón frá MA-ingum
31.03.2023 kl. 14:05
Mynd af vef MA
Nemendur í Menntaskólanum á Akureyri söfnuðu rúmlega einni milljón í góðgerðarvikunni í síðustu viku og rennur upphæðin óskipt til Kvennaathvarfsins á Akureyri. Sandra Valsdóttir veitti styrknum viðtöku í dag. Þetta kemur fram á vef MA.
Á myndinni eru, frá vinstri, Sandra Valsdóttir, Karl Frímannsson skólameistari og fulltrúar stjórnar skólafélagsins Hugins, Sölvi Jónsson, Marey Dóróthea Maronsdóttir Olsen, Þorsteinn Jakob Klemenzson, Þura Björgvinsdóttir og Birgir Orri Ásgrímsson, forseti félagsins.