Fara í efni
Mannlíf

Köngulpálmar – Tré frá tímum risaeðlanna

„Ef þú sérð tiltölulega lágvaxið pálmatré með stórum burknalaufum á toppnum og í miðri laufhrúgunni er stór rúgbýbolti, þá ertu sennilega að horfa á köngulpálma,“ segir Sigurður Arnarson um nýjasta pistilinn í röðinni Tré vikunnar. „Þeir eru þó skyldari barrtrjám en venjulegum pálmum og áttu sitt blómaskeið með risaeðlunum á júratímanum fyrir um 150-200 milljónum ára. Ef til vill er ekki rétt að tala um blómaskeið í þessu tilfelli því engin hefðbundin blóm voru þá til. Ekki frekar en Ísland, sem varð til löngu seinna.“
 
Allt þetta og meira til má lesa í pistli vikunnar um köngulpálma. Smellið hér til þess.