Mannlíf
Kolefnissugur og endurskinshæfni
15.05.2024 kl. 14:00
„Ímyndum okkur litla tilraun.“
Þannig hefst nýr pistill Sigurðar Arnarsonar í röðinni Tré vikunnar.
„Við plöntum lítilli, sígrænni plöntu í pott sem er fullur af rakri og næringarríkri mold. Við vigtum pottinn með öllu því sem í honum er og stillum plöntunni upp í sólríkan glugga og látum hana vera þar. Svo gerum við ekkert meira, nema hvað við vökvum þegar þörf er á.
Eftir eitt ár áttum við okkur á því að plantan hefur stækkað töluvert. Þá vigtum við pottinn aftur með öllu því sem í honum er. Þá kemur í ljós að potturinn og allt heila klabbið, hefur þyngst.“
Sigurður spyr: Hvaðan kom þyngdaraukningin? Í pistil dagsins er reynt að svara þessari spurningu.
Smellið hér til að lesa meira