Fara í efni
Mannlíf

Kaupangur – þriðja hús Guðjóns Samúelssonar

Ysti hluti Eyjafjarðarsveitar austanmegin, áður í Öngulsstaðahreppi, hefur löngum nefnst Kaupangssveit, eftir kirkjustaðnum Kaupangi. Bærinn sá stendur á lágum hól í brekkunum austan Eyjafjarðarbrautar eystri, nokkurn veginn beint upp af Þverbrautinni, gamla þjóðveginum yfir óshólma Eyjafjarðarár.

Arnór Bliki Hallmundsson fjallar í nýjasta pistli sínum í röðinni Hús dagsins um íbúðarhús, veglegt steinhús, sem Bergsteinn Kolbeinsson Kaupangsbóndi lét byggja árið 1920. „Húsið var byggt eftir teikningum stórhuga arkitekts sem nýlega hafði hafið störf eftir námsdvöl í Danmörku og hafði mikinn hug á að bæta húsakost landsmanna þ.m.t. til sveita. Sá var auðvitað enginn annar en Guðjón Samúelsson.“

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika