Mannlíf
Kaffirunninn og seyðið góða sem allir þekkja
21.06.2023 kl. 13:50
Sumarið hefur verið gott. Þess vegna þykir flestum enn kaldara en ella þegar tímabundin norðanátt lætur á sér kræla, en það lagast. Þangað til er gott að koma sér í gang og ylja sér með því að drekka seyði af ristuðum fræjum hitabeltisplöntu sem ættuð er frá háfjöllum Eþíópíu. Fræ þessi eru flutt inn til landsins í tonnavís svo við getum notið þeirra á hverjum morgni. Drykkurinn kallast kaffi.
Í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga fjallar Sigurður Arnarson um kaffirunnann, upphaf kaffiræktar og hvernig kaffi hefur flætt um allan heiminn. Að viku liðinni birtir hann annan pistil þar sem við fjallað verður nánar um kaffirunna og framtíð kaffiræktar í heiminum.
Smellið hér til að lesa meira