Fara í efni
Mannlíf

Jólatré, Dagur hinna dauðu og kóngafiðrildin

Hátt uppi í fjöllum Mexíkó má finna þintegund sem á fræðimálinu er kennd við trúarbrögð. Hún heitir Abies religiosa og á íslenskri Wikipediusíðu hefur hún verið nefnd helgiþinur. Það er ágætt nafn, segir Sigurður Arnarson í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar sem birtist á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga í morgun. Akureyri.net birtir hluta pistilsins að vanda.

„Þetta tré gegnir mjög merkilegu hlutverki í náttúrunni og hjá heimamönnum tengist það tveimur mikilvægum hátíðum. Önnur þeirra kallast jól, því þetta er vinsælt jólatré. Hin er dagur hinna dauðu,“ segi Sigurður.

Á degi hinna dauðu, Día de los Muertos, minnast lifendur hinna dauðu. Ekki með sorg og sút, heldur með söng, dansi og gleði.

„Væntanlega er það vegna þessara tveggja hátíða sem tréð ber viðurnefnið religiosa. Í náttúrufræðinni er það þó allt annað sem gerir það stórmerkilegt,“ segi Sigurður.

Pistill dagsins: Helgiþinur og leyndarmálið sem hann geymir