Janus: Hver getur verið lykillinn að langlífi?
„Eflaust hafa margir komið sér upp ákveðnum lífsreglum í lífinu, meðvitað eða ómeðvitað. Þessar reglur hafa haldið sér í gegnum ár og áratugi meðan aðrar hafa stoppað stutt við og lognast út af. Í byrjun árs er ágætis tími til að fara yfir helstu lífsreglur, festa góðar reglur enn betur í sessi en ýta öðrum út sem hafa lítinn sem engan tilgang eins og reykingar eða kyrrsetu lífstíll.“
Þannig hefst fimmti pistill Janusar Guðlaugssonar, doktors í íþrótta- og heilsufræðum, sem birtist á Akureyri.net í dag í röðinni Heilsuefling.
„Margir hafa séð þætti Helgu Arnardóttur, Lifum lengur, sem fjallar um bláu svæðin (Blue Zones). Bláu svæðin eru Loma Linda í Kanada, Nicoya Peninsula í Kosta Ríka, Sardinía á Ítalíu, Ikaria við strendur Grikklands og á eyjunni Okinawa við Japan. Þessum svæðum er það sameiginlegt að á þeim býr fólk við meira langlífi en gengur og gerist á öðrum stöðum í heiminum en margir íbúar á svæðunum verða yfir 100 ára gamlir. Sérfræðingar og almenningur hafa því velt fyrir sér eftirfarandi spurningu: Hver getur verið lykillinn að langlífi?“
Smellið hér til að lesa pistil Janusar.