Janus: heilsutengd lífsmarkmið mikilvæg
„Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum. Það er því mikilvægt að setja heilsunni markmið. HEILSUTENGD LÍFSMARKMIÐ! Getur verið að við þurfum að endurmeta hvernig við höfum verið að sinna heilsunni? Hvaða leiðir er mögulegt að fara til að bæta heilsuna? Þarf ég að huga betur að fjölskyldunni, félagslegum þáttum og eigin líðan? Mikilvægt er að setja þessum þáttum markmið til að lifa og vinna eftir.“
Þannig hefst fjórði pistill Janusar Guðlaugssonar, doktors í íþrótta- og heilsufræðum, sem birtist á Akureyri.net í dag í röðinni Heilsuefling.
„Skilgreining á markmiðasetningu vísar til áhrifa þess að setja sér markmið um ókomna frammistöðu. Rannsakandinn Edwin Locke komst að því að einstaklingar sem settu sér sértæk en krefjandi markmið stóðu sig betur en þeir sem settu sér almenn, auðveld og oftast óskilgreind markmið. Locke lagði til fimm lykilatriði um markmiðasetningu. Að þau væru skýr, að markmiðum fylgdi áskorun og skuldbinding, að þau hefðu í för með sér ákveðna endurgjöf um árangur og að leiðir að markmiðum væru fjölbreyttar.“
Smellið hér til að lesa pistil Janusar.