Mannlíf
Janus: Að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma
27.01.2024 kl. 16:00
„Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsökin í hinum vestræna heimi. Um allan heim hefur tíðni dauðsfalla vegna hjarta- og æðasjúkdóma farið hækkandi á síðustu áratugum. Meðal helstu áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma eru reykingar, kyrrseta, offita, hár blóðþrýstingur og blóðfitusöfnun í æðakerfi.“
Þannig hefst þriðji pistill Janusar Guðlaugssonar, doktors í íþrótta- og heilsufræðum, sem birtist á Akureyri.net í dag í röðinni Heilsuefling.
Janus fjallar um það sem kallað er efnaskiptavilla (e. metabolic syndrome), hugtak sem notað er til að lýsa ákveðnu líkamsástandi en því fylgir aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum auk sykursýki af tegund 2, og hvað sé til ráða.
Smellið hér til að lesa nýjasta pistil Janusar