Jakkafötin eru lögð af stað í sexfalt maraþon
Hlaupahópur sem kallar sig Boss HHHC lagði af stað frá Akureyrar í morgun áleiðis til Reykjavíkur og mun hlaupa sex maraþon á jafn mörgum dögum. Hlaupið er fyrir Kraft í minningu Ingu Hrundar Kjartansdóttur, sem lést í fyrra aðeins 37 ára af völdum krabbameins.
Lagt var af stað klukkan 8 í morgun, þessir snyrtilegu garpar munu skiptast á að hlaupa fram á föstudag – samtals vegalengd sem nemur einu maraþoni á dag, rúma 42 kílómetra. Hópurinn verður kominn til Reykavíkur á föstudaginn og á laugardag hlaupa svo allir hefðbundið maraþon; taka þátt í Reykjavíkur maraþoni Íslandsbanka – í jakkafötunum, að sjálfsögðu.
Hlaupa sex maraþon á sex dögum fyrir Kraft
Akureyringarnir Þórleifur Stefán Björnsson, Anna Berglind Pálmadóttir og Rannveig Oddsdóttir hlupu með maraþonmönnunum úr miðbænum að „landamærum“ Akureyrar og Hörgársveitar. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson