Ítarlegar upplýsingar um Bakkagerðiseyri
Óvenju ítarlegar upplýsingar hafa fengist um Gömlu myndina frá Minjasafninu á Akureyri, sem birtist hér á Akureyri.net síðastliðinn föstudag.
Svohljóðandi orðsending barst:
Þetta er Bakkagerðiseyri við Reyðarfjörð. Búðareyrin er litlu innar. Watnebræður byggðu þarna um eða rétt fyrir 1886. Bryggjan heitir Barkurinn og leifar hennar standa enn. Þeir munu hafa sökkt þarna barkskipi og byggt bryggjuna ofan á það. Næst fyrir ofan bryggjuna er pakkhús, sem nýtt var alveg fram yfir 1970. Þar fyrir ofan er annað pakkhús, líklega einnig nýtt sem sláturhús á tímabili. Þar fyrir ofan er hið eiginlega Wathnehús (snýr stafni í vestur með einn glugga) síðar nefnt Johansenshús eftir Rolf Johansen sem bjó þar og verzlaði. Næst kemur glæsilegt tveggja hæða íbúðarhús sem byggt var líklega 1918 (heitir Valhöll) úr efni úr öðru norsku húsi, Imslandshúsi sem stóð sunnan fjarðar. (Áður stóð á þessum stað íbúðarhús Watnebræðra sem þeir fluttu á Seyðisfjörð og varð þar eldi að bráð 1992) Síðan kemur steypt fjósbygging sem snýr norður suður. Efst er íbúðarhúsið Sunnuhvoll, byggt á þriðja áratugnum. Í fjörunni hér næst á myndinni er verzlunin Framsókn, síðast í eigu Kristins Magnússonar (hann bjó í Sunnuhvoli). Áður höfðu verlzað þar Thuliníus, Hinar sameinuðu ísl. verzlanir og Magnús Magnússon. Handan fjarðar eru Breiðihjalli og Eyrafjall. Þar í fjallsegginni er drangur sem heitir EYRARMAÐUR.
Smellið hér til að sjá allar gömlu myndirnar