Fara í efni
Mannlíf

Íslandsmót golfklúbba á Jaðarsvelli

Það verður fjölmennt á Jaðarsvelli í dag og næstu daga því fram undan er Íslandsmót golfklúbba og verður efsta deild karla leikin hér á Akureyri í dag og fram á laugardag. 

Sveit GA verður í A-riðli með GKG, GOS og GK, en í B-riðlinum eru GR, GM, GS og GV. Búast má við að margir af bestu kylfingum landsins spili á Jaðarsvelli í dag og næstu daga og upplagt fyrir áhugafólk að bregða sér upp eftir og fylgjast með þeim. Tvö efstu liðin úr hvorum riðli fara áfram í undanúrslit.

Umsjón með mótinu er í höndum Golfklúbbs Akureyrar og verða tugir sjálfboðaliða á vegum klúbbins á fullu fjölbreytilegum störfum í kringum mótið. Sjá nánar á heimasíðum GA og Golfsambands Íslands.