Fara í efni
Mannlíf

Íhuga verður að þróa íslenska spunagreind

Mikilvægt er fyrir Ísland að vera ekki einungis áhorfandi í þeirri tæknibyltingu sem gervigreindin er, að mati Magnúsar Smára Smárasonar. Þetta segir hann í nýjum pistli um gervigreind sem birtist á Akureyri.net í dag.

„Íslensk stjórnvöld og fyrirtæki ættu að íhuga alvarlega hvernig þau geta tekið virkan þátt í þróun gervigreindar, hvort sem það er með fjárfestingum, rannsóknum eða þróun séríslenskra lausna. Þannig getum við tryggt að gervigreind þjóni hagsmunum íslensks samfélags og styðji við íslenska menningu og tungu,“ segir Magnús Smári.

Hann telur að notkun einstaklinga, í starfi, námi og daglegu lífi, á spunagreindarmódelum muni aðeins aukast á komandi misserum. „Kostnaðurinn við að þjálfa módel frá grunni er mikill en ég er sannfærður um að íslensk stjórnvöld verði að íhuga það alvarlega að undirbúa og hefja þróun á íslenskri spunagreind og taka virkari þátt í þessari öru tækniþróun og gera það áður en meirihluti einstaklinga og fyrirtækja verður orðinn háður módelum frá bandarískum stórfyrirtækjum. Mikil tækifæri gætu skapast með slíku módeli, ekki síst fyrir menntakerfið ...“

Smellið hér til að lesa pistilinn